Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 31. desember 1980

Eyrbekkingar kvaddir 1980

Guðlaugur Eggertsson  (Laugi Eggerts) á Litlu Háeyri.
Hafsteinn Sigurðsson í Reykjavík. 
Jón Ingi Helgason á Selfossi. 
Karl Jónasson (Kalli meik) viðgerðarmaður í Björgvin.

miðvikudagur, 12. nóvember 1980

Presturinn farinn

 Prestshjónin Aðalheiður Hjartardóttir og séra Valgeir Ástráðsson voru kvödd af eldriborgurum a Eyrarbakka eftir nærri átta ára búsetu og þjónustu í þorpinu. 

þriðjudagur, 8. júlí 1980

Hafnargerðin 1968

 Unnið hefur verið að hafnargerð á Eyrarbakka undanfarin fjögur sumur. Steyptur er varnargarður fyrir bátaleguna, og er hann nú orðinn um það bil 300 metra langur. Garður þessi er mikið mannvirki, c. a. 4 m breiður að neðan, 6 m hár og 2,30 m breiður að ofan. Framkvæmd þessi gerbreytir bátalegunni og skapar möguleika til löndunar við bryggju þó að töluvert brim sé.

Sveitarstjórnarmál - 1968

sunnudagur, 8. júní 1980

Holóttar götur á undanhaldi

 1979

Holur og ryk á undanhaldi Nýlega var lögð olíumöl á um 200 metra langan kafla af aðalgötunni á Eyrarbakka . Þessi götukafli hefur löngum verið þyrnir í augum vegfar-enda því hann hefur verið mjög holóttur og nánast ófær í vætutið.

Dagblaðið - 25. október 1979

fimmtudagur, 1. maí 1980

Dvergkrákur a Bakkanum

 Hinn 29. febr. 1976 sáust fimm dvergkrákur á Eyrarbakka. Að sögn heima- rnanna höfðu dvergkrákurnar komið á sama tíma og flóðið mikla varð (3. nóv.), flestar höfðu þær verið átta til tíu.

sunnudagur, 23. mars 1980

Verslunarhúsin rifin

 1950

Það var árið 1950 að Kaupfélag Amessinga lét rífa gömul verslunarhús á Eyrarbakka og flytja úr þeim timbur til Þorlákshafnar til að nota í byggingu nýs saltf iskverkunarhúss. Verslunarhúsin á Eyrarbakka, sem höfðu verið í eigu Kaupfélags Ámessinga í um 10 ár þegar þau voru rifin, áttu sér næstum tveggja alda sögu.

laugardagur, 19. janúar 1980

Ljósmyndasýning

 Mats Wibe Lund með ljósmyndasýningu í Barnaskólanum. Loftmyndir yfir þéttbýli á Suðurlandi. 

Tíminn - 19. janúar 1980