Kostnaður við viðhald húsa er að aukast hröðum skrefum um þessar mundir og á heimsfaraldurinn stóran þátt í því. Olíuverð er á hraðri uppleið og eykur fluttnings og vinnslukostnað á hráefni til framleiðslu á byggingaefni. Þá er viðvarandi skortur og langur afgreiðslutími á aðföngum til byggingaiðnaðarins. Einig er sementskortur í landinu svo erfitt er að verða sér út um steypu. Erfiðleikar á fluttningsmarkaði í Evrópu og Ameríku eykur enn á vandann. Timbur hefur einnig hækkað mikið sökum mikilla skógarelda víða um heim og verndunar skóga til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir þetta eru næg verkefni fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem hefur verið í hraðri uppbyggingu á íbúðum og innviðum að undanförnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli