Fjörustígur er malbikuð gönguleið milli Eyrarbakka og Stokkseyrar sem byrjað var á fyrir nokkrum árum.
Veðrið á Bakkanum
https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki
sunnudagur, 30. janúar 2022
laugardagur, 22. janúar 2022
Barnaskólanum lokað vegna myglu
Barnaskólanum á Eyrarbakka hefur verið lokað eftir að rannsókn verkfræðistofunar Eflu leiddi í ljós myglu í húsnæðinu. Starfsemin hefur fluttst í samkomuhúsið og á Rauðahúsið meðan varanleg lausn verði fundin fyrir skólahald.
Mygla fannst í holrýmum inn í veggjum og í þakklæðningu í eldri hluta hússins sem er frá 1913 og í gólfplötu í nýrri hluta húsnæðisins frá 1979.
Mygla fannst í holrýmum inn í veggjum og í þakklæðningu í eldri hluta hússins sem er frá 1913 og í gólfplötu í nýrri hluta húsnæðisins frá 1979.
mánudagur, 3. janúar 2022
Fánastöng féll niður á götu
Fánastöng við Konubókasafnið féll niður á götu fyrir skemmstu. Unnið er að því að útvega nýja fánastöng fyrir bókasafnið í Blátúni þar sem bókasafn Árborgar er einnig til húsa og opið á hverju fimmtudagskvöldi og er jafnan vel sótt.
Gamla Eyrarlögn aftur í sundur
Það er aðeins mánuður liðinn síðan heitavatnslögnin niður á Eyrar fór síðast sundur með þeim afleiðingum að þrýstingur féll og hús héldust illa heit. Vatnið var svo tekið af 7. desember í harða gaddi á meðan viðgerð fór fram og stóð sú viðgerð frá morgni til kvöldsins og var þá orðið mjög kalt í húsum. Samkvæmt heimildum mun viðgerð ekki hefjast að þessu sinni fyrr en kuldakastinu lýkur.
Eyrarlögn var lögð af Hitaveitu Eyra fyrir 40 árum en með sameiningu sveitarfélaganna um síðustu aldamótin tóku Selfossveitur við rekstri borholu og lagnakerfi Hitaveitu Eyra.
Eyrarlögn var lögð af Hitaveitu Eyra fyrir 40 árum en með sameiningu sveitarfélaganna um síðustu aldamótin tóku Selfossveitur við rekstri borholu og lagnakerfi Hitaveitu Eyra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)