Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld. Bjartmar mun fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisögur tengdar þeim. Þarna munu mæta kunningjar eins og Fúll á móti, Sumarliði, mamman með beyglaða munninn og þeirra nánasta fólk.
Veðrið á Bakkanum
https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki
laugardagur, 27. júní 2015
laugardagur, 20. júní 2015
Fjörugt á Jónsmessuhátíð
Hin árlega Jónsmessuhátið fór fram um helgina í rjómablíðu eins og endranær og lauk með tónleikum í fjörunni þar sem Bakkabandið hélt uppi fjörinu fram að sólsetursstund.
Í tilefni dagsins voru brimflöggin dregin að hún. Endursmíðað box fyrir björgunarhringinn í upprunalega mynd var komið fyrir á sínum stað.
sunnudagur, 7. júní 2015
Sjómannadagurinn á Eyrarbakka
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka samkvæmt gamalli hefð og farið í stutta siglingu með börnin á hraðbátum björgunarsveitarinnar.
þriðjudagur, 2. júní 2015
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)