Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 27. október 2021

Hin fornu fiskimið á Eyrarbakka

Skiltið sem sýnir nöfn skerja og fiskimiða 

 Skamt frá Gónhól stendur þetta skilti sem lætur lítið yfir sér en geymir eitt af leyndardómum þorpsins. Nöfn skerja, lóna og fiskimiða Eyrbekkinga. Nöfn sem flestum eru gleymd í ólgusjó nútímans, jafnvel þeirra sem ólust upp í fjöruborðinu. Það er því ekki úr vegi að rifja það upp þegar gengið er sjógarðinn fram hjá Gónhól. Vigfús Markússon frá Ásgarði lét útbúa skiltið og setti niður framan við Garðshorn.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli