Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 6. janúar 2025

Eyrbekkingar kvaddir á árinu 2024

Anna Esther Ævar Jónsdóttir 87 ára frá Grindavík. Dóttir Gróu Jakobínu Jakobsdóttir í Vatnagarði Eyrarbakka og Jóns Erlingssonar er fórst með m/s Heklu 1941 *(þýsk­ur kaf­bát­ur, U564, grandaði flutn­inga­skip­inu sem var á leið sinni frá Íslandi til Halifax í Kan­ada.)

Guðrún Thorarensen 90 ára frá Þorvaldseyri Eyrarbakka Ólafsdóttir og Jennýar þar á bæ. Maður hennar heitinn Hörður Thorarensen.

Haukur Guðlaugsson 93 ára Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar sonur Guðlaugs kaupmanns og Ingibjargar á Sjónarhóli.

Kristín Vilhjálmsdóttir 83 ára frá Traðarhúsi Eyrarbakka dóttir Vilhjálms Einarssonar og Sigríðar Sigurðardóttur þar á bæ.

Rögnvaldur Bjarkar Árelíusson 79 ára frá Hvoli Eyrarbakka sonur sr Árelíusar Níelssonar og Ingibjargar Þórarinsdóttur þar á bæ.

Sigurður Kristinsson 59 ára gítarleikari í Sniglabandinu frá Vestmannaeyjum en á Eyrarbakka eftir gos. Sonur Krist­inns Karls­sonar og Bryn­dísar Sig­urðardótt­ur.

Skúli Æ Steinsson 82 ára tamningamaður og hrossaræktandi frá Vatnagarði Eyrarbakka sonur Gróu Jakopsdóttir og Steins Einarssonar þar á bæ. Skúli lést af slysförum. 

Þuríður Widnes Gunnarsdóttir 63 ára dóttir Gunnars Olsen vegaverkstjóra Péturssonar frá Widnes í Noregi og Ingu Kristínar Guðjónsdóttur frá Kaldbak Eyrarbakka. Eftirfarandi eiginmaður Þuríðar er Friðrik Sigurjónsson.