Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

þriðjudagur, 31. desember 2002

Eyrbekkingar kvaddir 2002

Ási Markús Þórðarson sjómaður Ásgarði/Garðbæ.
Guðjón Guðmundsson í Reykjavík. 
Sigurður Andersen símstöðvastjóri Mörk/Hlíðskjálf
Torfi Nikulásson á Smáravöllum.
Valgerður H Guðmundsdóttir á Sólbergi. 

þriðjudagur, 17. desember 2002

Sjöfn Har í slökkvistöðina

 Bæjarstjórn Árborgar hefur leigt listakonunni Sjöfn Har gömlu áhaldageymslu bæjarins á Eyrarbakka og ætlar listakonan að vinna að list sinni þar: „Þarna er sex og hálfur metri upp í loft enda legg ég mikið upp úr því að vera með gott rými þar sem ég vinn. 

Fréttablaðið - 17. desember 2002

fimmtudagur, 24. október 2002

Barnaskólinn 150 ára

 SKÓLAHALD á Eyrarbakka og Stokkseyri á 150 ára afmæli 25. október næstkomandi, en þann dag 1852 hófst skólahald í Stokkseyr- arhreppi hinum forna. Þegar skól- inn var stofnsettur fór kennsla í honum fram bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kennt var fjóra daga á Eyrarbakka og tvo á Stokkseyri. Byggt var yfir kennsluna á Eyr- arbakka en skólahaldið á Stokkseyri var í heimahúsi til að byrja með.

Nánar í Mogganum í dag 

laugardagur, 12. október 2002

Mjólkurskákmótið

 ÞAÐ hefur verið mjög gaman hvað fólk hefur verið duglegt að líta inn hér á Hótel Selfoss til að fylgjast með. Núna um helgina verður teflt frá klukkan 14 og það verður alveg örugglega góð stemning,“ sagði Hrafn Jökulsson, aðalstjórnandi Mjólkurskákmótsins á Hótel Selfossi í samtali við Morgunblaðið í dag.

laugardagur, 29. júní 2002

Kjarval lokar

 Allar vörur í versluninni Kjarval á Eyrarbakka voru seldar á hálfvirði vegna þess að versluninni verður lokað í dag, laugardaginn 29. júní, fyrir fullt og allt.

Morgunblaðið - 29. júní 2002

Enn eitt áfallið fyrir þorpsbúa og táknrænt fyrir hnignun kauptúnsins eftir sameiningu þess við Selfossbæ. Margra alda verslunarhefð virðist þar með öllu lokið á Bakkanum. 

Verslunin Kjarval lokaði á Stokkseyri einnig. 

Verið að afskrifa íbúana - segir Stefán Jónsson, íbúi á Stokkseyri „Það er alveg hroðalegt ástand hér á stöðunum eftir að verslunun- um var lokað.

laugardagur, 4. maí 2002

Áhugi fyrir uppgerð húsa á Bakkanum

 Guðmundur Hannesson er í þessum hópi, hann er um þessar mundir að gera upp gamalt hús- Nýjabæ eystri á Eyrarbakka ásamt Eyjólfi Pálssyni mági sínum með aðstoð smiðsins Jóns Karls Ragnarssonar. „Húsið sem um ræðir er frá 1898, en þegar við keyptum húsið 1997 var það talið vera byggt 1902,“ segir Guðmundur.

Morgunblaðið - 04. maí 2003

miðvikudagur, 1. maí 2002

Textíl hönnunarstofa í Reginn

 Húsið Regin (Háeyri) á Eyrarbakka á sér merka sögu frá upphafi, en kjallarinn er fyrsta steinsteypta byggingin á Eyrarbakka ( byggt 1907) og Oddur Oddson setti þar upp fyrstu símstöðina Sunnanlands (1909) og rak gullsmíðaverkstæði á hæðinni og járnsmiðja var þar í kjallaranum. Þar var síðar Verslunin Reginn. Núna er þar textíl- sauma og hönnunarstofa hjónanna Kristínar og Tristan Cardew en þau reka jafnframt verslun í Reykjavík. 

Pétur Pétursson þulur rifjar upp vesturferðir Íslendinga

 Pétur Guðmundsson, var faðir greinarhöfundar Peturs útvarpsþuls og oddviti Eyrarbakka þegar ferðir hófust héðan til vesturheims. Pétur fjallar um vesturferðir Eyrbekkinga í grein sem finna má í Morgunblaðinu - 08. júlí 2001