Veðrið á Bakkanum
fimmtudagur, 31. desember 2015
Eyrbekkingar kvaddir 2015
sunnudagur, 15. nóvember 2015
Kviknað í íbúðargámi
Eldur kom upp í íbúðargámi við Árveg á Selfossi. Um var að ræða aðstöðu fyrir útigangsmann og brann allt sem brunnið gat. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.
Gámurinn var í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.
þriðjudagur, 10. nóvember 2015
Aleinn á Eyrarbakka
Stuttmynd eftir Ísak Hinriksson tekin upp á Bakkanum.
Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði.
sunnudagur, 9. ágúst 2015
Húsið 250 ára
Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Byggðasafnið sem hefur verið með starfsemi sína og sýningar í safninu frá 1995 ætlar að minnast þeirra tímamóta.
Nánar í Mogganum í dag
laugardagur, 8. ágúst 2015
laugardagur, 27. júní 2015
Bjartmar á Bakkanum
Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld. Bjartmar mun fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisögur tengdar þeim. Þarna munu mæta kunningjar eins og Fúll á móti, Sumarliði, mamman með beyglaða munninn og þeirra nánasta fólk.
laugardagur, 20. júní 2015
Fjörugt á Jónsmessuhátíð
Hin árlega Jónsmessuhátið fór fram um helgina í rjómablíðu eins og endranær og lauk með tónleikum í fjörunni þar sem Bakkabandið hélt uppi fjörinu fram að sólsetursstund.
Í tilefni dagsins voru brimflöggin dregin að hún. Endursmíðað box fyrir björgunarhringinn í upprunalega mynd var komið fyrir á sínum stað.
sunnudagur, 7. júní 2015
Sjómannadagurinn á Eyrarbakka
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka samkvæmt gamalli hefð og farið í stutta siglingu með börnin á hraðbátum björgunarsveitarinnar.
þriðjudagur, 2. júní 2015
laugardagur, 18. apríl 2015
Tónlistarhátíðin BAKKINN
Alþýðutónlistahátíðin Bakkinn haldin í annað sinn. Það eru þau Unnur og Jón (Unijon) sem eru skipuleggjendur hátíðarinnar og margt þekktra listamanna koma fram daganna 23-25 apríl.
sunnudagur, 15. febrúar 2015
Sólarkaffi á Bakkanum
Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins.