Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

fimmtudagur, 31. desember 2015

Eyrbekkingar kvaddir 2015

Guðmundur Finnbogason bryti Seljalandsskóla 91 árs.
Vilborg Eiríksdóttir Í Reykjavík 91 árs. 

sunnudagur, 15. nóvember 2015

Kviknað í íbúðargámi

 Eldur kom upp í íbúðargámi við Árveg á Selfossi. Um var að ræða aðstöðu fyrir útigangsmann og brann allt sem brunnið gat. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.


Gámurinn var í eigu Sveitarfélagsins Árborgar. 

þriðjudagur, 10. nóvember 2015

Aleinn á Eyrarbakka

 Stuttmynd eftir Ísak Hinriksson tekin upp á Bakkanum. 

Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði.

Fréttablaðið

sunnudagur, 9. ágúst 2015

Húsið 250 ára

 Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Byggðasafnið sem hefur verið með starfsemi sína og sýningar í safninu frá 1995 ætlar að minnast þeirra tímamóta.

Nánar í Mogganum í dag 

laugardagur, 8. ágúst 2015

Fiskidagurinn á Eyrarbakka

 



 Það var brugðið á leik við félagsheimilið Stað á Aldamótahátíðinni á Bakkanum um helgina. Framkvæmd var sýniútgáfa af saltfiskverkun. Flatningsmennirnir eru þeir félagar Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson. Upprennandi útvegsmenn fylgjast spennt með.

laugardagur, 27. júní 2015

Bjartmar á Bakkanum

 Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld. Bjartmar mun fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisögur tengdar þeim. Þarna munu mæta kunningjar eins og Fúll á móti, Sumarliði, mamman með beyglaða munninn og þeirra nánasta fólk.

Mogginn

laugardagur, 20. júní 2015

Fjörugt á Jónsmessuhátíð

 

Hin árlega Jónsmessuhátið fór fram um helgina í rjómablíðu eins og endranær og lauk með tónleikum í fjörunni þar sem Bakkabandið hélt uppi fjörinu fram að sólsetursstund.
Í tilefni dagsins voru brimflöggin dregin að hún. Endursmíðað box fyrir björgunarhringinn í upprunalega mynd var komið fyrir á sínum stað.

sunnudagur, 7. júní 2015

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka

 

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka samkvæmt gamalli hefð og farið í stutta siglingu með börnin á hraðbátum björgunarsveitarinnar.

þriðjudagur, 2. júní 2015

Eyrarbakki árið 1973

 

Gömul loftmynd af Eyrarbakka, líklega frá því um 1973. Þorpið hefur nokkuð vaxið síðan.


laugardagur, 18. apríl 2015

Tónlistarhátíðin BAKKINN

 Alþýðutónlistahátíðin Bakkinn haldin í annað sinn. Það eru þau Unnur og Jón (Unijon) sem eru skipuleggjendur hátíðarinnar og margt þekktra listamanna koma fram daganna 23-25 apríl. 

Mogginn

sunnudagur, 15. febrúar 2015

Sólarkaffi á Bakkanum

 Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins.

Vestfirðir 2015