Þegar rakakaskemda varð vart í gamla skólanum síðast liðinn vetur, fór Eignadeild Árborgar í umfangsmiklar lagfæringar. Lóðin var drenuð og sökkul rakavarinn. Ný stétt var síðan lögð meðfram húsinu og sá PK Gröfuþjónustan um það verk. Innandyra var tréverk á útveggjum endurnýjað og nýtt gólfefni lagt á hluta hússins og öll mygla sem fannst fjarlægð. Margir komu að því verki sem tókst vel til og var starfsemi hússins hafist á réttum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli