Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

föstudagur, 2. febrúar 2024

Sjávarflóð við suðurströndina

 Dálítið er til af heimildum um sjávarflóð á Eyrarbakka í ýmsum annálum.

  1. 1316  Flæddi inn í allar fremri búðir á Eyrum - Gottskálksannáll
  2. 1343  Flæddi upp um allar búðir á Eyrum og skip ásamt mannskap fórust. - Skálholtsannáll.
  3. 1403  Flóð Eyrarbakka-Setbergsannáll.
  4. 1410  Flóð Sunnanlands-Setbergsannáll.
  5. 1540  Flóð Syðra - Setbergsannáll.
  6. 1621  Flóð Sunnan og suðvestan-Suðurnesjaannáll.
  7. 1630  Flóð suðvestanlands -Sjávarborgarannáll
  8. 1644  Flóð Vestur- og Suðvesturland Suðurnes, Sjávargangur, flóð og fyllingar. Tjón á
    skipum, sjóbúðum, túnum, hjöllum og
    húsum.-Setbergsannáll.
  9. 1695 Flóð Syðra. Flæður. Tún, jarðir og skip spilltust.-Grímsstaðaannáll
  10. 1706  Flóð Suðurland, Mikill stormur, mörg skip brotnuðu bæði norðan lands og sunnan. Einnig brotnuðu kirkjur fyrir norðan og hús og skaði varð á heyi.- Fitjaannáll.
  11. 1733  Flóð Suðurland, Skipbrot af veðri og sjógangi- Hítardalsannáll
  12. 1746 Flóð Suðurland, - Íslands árbók
  13. 1766  Flóð Syðra, Stórviðri og sjávargangur. Sjórinn gekk 10 föðmum lengra á land en elstu menn mundu - Íslands árbók
  14. 1772  Flóð Suðurland, Sjóarólga og brimgangur, sjávaryfirgangur í mesta lagi. Braut víða fjörur og kamba, fjöldi skipa brotnaði víða um land. - Íslands árbók.
  15. 1779  Öskudagsflóðið Stokkseyri, Stórflóð á Eyrarbakka. Stóra-Hraun varð umflotið og fiskur fannst í kálgarði ofan við húsið. Margar jarðir skemmdust. Skipskaðar. - Árbækur Espólíns.
  16. 1784 Eyrarbakki Sjógangur og flóð. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
  17. 1787 Eyrarbakki Flóð. Flaut umhverfis búðirnar. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
  18. 1795  Suðurland Stórflóð og sjávargangur. Hey sópuðust burt og skip skemmdust og brotnuðu. - Árbækur Espólíns.
  19. 1796 Suðurland Hafrót með brimi, sjávarágangur og stórfljóð. Jarðir skemmdust og fjölda skipa tók út og mörg mölbrotnuðu. - Espihólsannáll
  20. 1814  Syðra Ofsarok og sjávargangur. Skaði á húsum og skipum.- Endurminningar Gyðu Thoroddssen.
  21. 1830 Þorramrælsflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri, Landbrot á bökkum framan við kambinn.- Stokkseyringasaga.
  22. 1832 Stokkseyri og Eyrarbakka Flóð, flæddi í hús- Austantórur.
  23. 1838 Flóð Syðra Sjór gekk á land, braut skip og báta o.fl. - Annáll 19. alda
  24. 1865 í Flóanum, Flóð. Braut sjógarð og fiskiskip.Sjór gekk á land syðra á næturtíma. Braut skip og báta og gerði fleiri spellvirki.  Saga Eyrarbakka.
  25.  1867 Suðvesturland Ógurlegt sjávarflóð. Skip, hjallar, tún,  garðar og hús skemmdust- Suðurnesjannáll.
  26. 1870 Eyrarbakka Ofsaveður með flóði. Skemmdir í þorpinu og í rófnagarði Þorleifs á Háeyri.- Saga Eyrarbakka. 
  27. 1888  Mikið flóð suðvestanlands. Sjór gekk á tún, skemmdi þau og braut garða. Bátar brotnuðu, hús og skip skemmdust. Sjórinn tók fjárrétt fulla af fé og sópaði burt torfhúsi, bryggjur brotnuðu og hús færðist á grunni sínum. Líkt við stórflóðið 1867 - Suðurnesjaannáll.
  28. 1889 Sjór gekk yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og skemmdi hann nokkuð. - Saga Eyrarbakka. 
  29. 1898  Eyrarbakka.  Ofsaveður. Flæddi yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og í hús. Braut skip. Flæddi um götur Reykjavíkur, skaðaði bryggjur og skip.
  30. 1900 Eyrarbakki Rok og flóð. Löðrið gekk yfir sjógarðinn. Sleit upp báta á höfninni og braut. - Saga Eyrarbakka 
  31. 1903 Sunnanlands Skemmdir á bæjarhúsum og túnum í Herdísarvík. - óþekktur. 
  32. 1906 Suðuland, Ofviðri mikið um land allt. Sjór flæddi inn í Ölfusá og olli usla langt upp með ánni.
  33. 1913 Eyrarbakka og Stokkseyri, Ofsaveður og flóð. Braut víða skörð í sjóvarnargarðinn við Eyrarbakka og Stokkseyri. - Saga Eyrarbakka 
  34. 1916 Lognflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri og Vík, Mikið brim, sjógarður brotnaði og tvö skip. Í Vík gekk sjór á land. - Saga Eyrarbakka.
  35. 1921 Stokkseyri, Bátar brotnuðu í útsynningsveðri og brimi. - Óþekktur 
  36. 1925 Eyrarbakka, Stokkseyri og Grindavík, Ofviðri og flóð. Braut sjógarða og skip. Sjór gekk hátt á land, eyðilagði hús, flæddi í fleiri og skaðaði jarðir. - Saga Eyrarbakka. 
  37. 1926 Eyrarbakka og Stokkseyri, Stórstreymt og mikið brim. 9 bátar náðu ekki höfn á Stokkseyri og Eyrarbakka. - Veðráttan /Suðvestanlands Stórflóð. Sjógarður brotnaði, flóðbylgja gekk á land, fé flæddi. - óþekktur. 
  38. 1932 Flóðbylgja gekk á land, tjón á túnum og kjallara - Veðráttan 
  39. 1936 Suðurland og víðar, Ofsaveður. Bryggjur, sjóvarnargarður, götur, bátar, hey, hús og önnur mannvirki skemmdust. Sums staðar flæddi langt upp á land.
  40. 1954 Þorlákshöfn Stórbrim skemmdi báta,  - Óþekktur Margs konar skemmdir á bátum, húsum og öðrum mannvirkjum. Sjór fór yfir brimvarnargarða og flæddi í kjallara. - óþekktur 
  41. 1963 Grindavík, Þorlákshöfn, Vík, Mikið sjávarflóð. Tjón á hafnarmannvirkjum, frystihúsi, fiskimjölsverksmiðju, vörugeymslum - Veðráttan. 
  42. 1970 Suðvesturland, Rok og sjávargangur. Skemmdir á bátum, höfnum, hafnargarði, húsum, vélum, matvælum, varnargörðum og túnum. Kindur og hænsni drukknuðu. Landbrot, rafmagnstruflanir. Sjór gekk langt á land.- Veðráttan 
  43. 1971 Grindavík og Stokkseyri, Mjög há sjávarstaða. Timbri skolaði í sjó og það hrundi úr hafnargarði sem var í byggingu. - Veðráttan 
  44. 1972 Suðvesturland, Grjót barst á land, bátar slitnuðu upp og fiskihús brotnaði. - Veðráttan. 
  45. 1973 Þorlákshöfn, Faxaflói, Bátar fórust. Óþekktur Grindavík Háflóð og hvassviðri. Bryggjur fóru á kaf.- Trausti Jónsson. 
  46. 1975  Suðvesturland  Eyrarbakka, Fárviðri Mikið tjón af sjávarflóði á Suðvesturlandi, mesta flóð síðan 1925. Sjóvarnargarðar, bátar og bryggjur skemmdust. - veðurskeytabók veðurathugunarmanns á Eyrarbakka. (Mikið foktjón á mannvirkjum og raflínum á EB)
  47. 1977 Suðurland Eyrarbakka, Stokkseyri Mikið sjávarflóð. Kjallarar fylltust af sjó, sjórinn braut einnig vegg eins húss og flæddi þar inn. Tjón varð einnig á bátum, túnum og girðingum. - Veðráttan ofl.
  48. 1984  Suðvesturland, Mikið tjón á mannvirkjum og bátum. Flæddi upp á land og í einhver hús. Landbrot. - Veðráttan. 
  49. 1985 Stokkseyri, Flotkví skemmdis. - Trausti Jónsson 
  50. 1990 Stórmflóðið Suðvesturland, skvinnsluhús og veiðarfærageymsla,
    íbúðarhús, vélar, áhöld, bryggjur, vegir,
    varnargarður og fjárhús skemmdust.
    Kindur og hross fórust. - Veðráttan (Mikið tjón var á Eyrarbakka í þessu veðri)

Heimldir: Veðurstofa Íslands skýrsla GEJ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli