Nýtt skólahús rís |
Fyrsti áfangi hins nýja barnaskóla á Selfossi rís ört í Suðurbyggð sem einnig er í uppbyggingu um þessar mundir. Búið er að steypa upp kjallara og fyrstu hæð skólans. Framkvæmdum á að ljúka í ágúst 2022. Það er Ístak sem byggir. Þá er líklegt að þegar verði hafist handa við annan áfanga. Íbúafjölgun er mikil
Útistofur við Stekkjaskóla |
á Selfossi þar sem mörg hverfi hafa risið á fáum árum umhverfis gamla Selfoss þorpsins. Íbúafjölgun er nú um 10% á ári.
Nú bíða um 200 börn eftir að komast í skólann en þau eru nú í bráðabrigða kennsluúræði víða í bænum. Bráðabrigða útistofur sem áttu að taka við þessum hópi þetta skólaár og áttu að vera tilbúnar í ágúst sl á skólalóðinni en afhending þeirra hefur dregist fram úr öllu hófi og verða líklega ekki að fullu tilbúnar fyrr en í lok nóvember nk. Það er Snorri ehf sem byggir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli