Horft austur yfir Vesturbúðastekkinn
Leifar elsta verslunarhússins koma í ljós. |
Í sumar hefur verið unnið að uppgreftri á Vesturbúðarhól þar sem hinar svo kölluðu Vesturbúðir stóðu framundir 1950 þegar Egill kaupfélagsstjóri á Selfossi lét rífa þær og hylja.
Grafið hefur verið frá undirsöðum elsta verslunarskálans sem var reistur í landi Skúmstaða um miðbik 18. aldar af dönsku konungsversluninni. Fyrr á öldum höfðu norðmenn reist verslunarskála undir selstöðuverslun sína og nefndust þau hús Rauðubúðir, en ekki er vitað hvar nákvæmlega þær stóðu. Sumir telja að þær hafi staðið í landi Einarshafnar þaðan sem farmenn höfðu lendingu allt frá víkingaöld en aðrir að þær hafi verið á þessum stað þar sem liggur hærra í landinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli