Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 27. október 2021

Hin fornu fiskimið á Eyrarbakka

Skiltið sem sýnir nöfn skerja og fiskimiða 

 Skamt frá Gónhól stendur þetta skilti sem lætur lítið yfir sér en geymir eitt af leyndardómum þorpsins. Nöfn skerja, lóna og fiskimiða Eyrbekkinga. Nöfn sem flestum eru gleymd í ólgusjó nútímans, jafnvel þeirra sem ólust upp í fjöruborðinu. Það er því ekki úr vegi að rifja það upp þegar gengið er sjógarðinn fram hjá Gónhól. Vigfús Markússon frá Ásgarði lét útbúa skiltið og setti niður framan við Garðshorn.


þriðjudagur, 26. október 2021

Eyrabakkakirkja í nýjum klæðum

 


Eyrabakkakirkja var byggð árið 1890 og síðan þá hefur af og til verið gerðar á henni endurbætur. Upphaflega var hún timburklædd. Á fimmtugustu ártíð síðustu aldar bar hún bárujárnsklæðningu og síðan aftur timburklædd á sjötugustu ártíð síðustu aldar og ekki alls fyrir löngu fékk hún bárujárn á nýjan leik. Einnig eru komnar nýjar klukkur á báðar turnhliðar.


Skrúðhús var byggt 1962 og árið 1990 var kirkjan friður.

mánudagur, 25. október 2021

Búðarstígur 10b í upprunalegt horf

Um þessar mundir er verið að gera upp Búðarstíg 10 b á Eyrarbakka og er húsið óðum að taka á sig upprunalega mynd. Í þessu húsi bjó lengst af Jón Valgeir Ólafsson og fjölskylda. Húsið var mikið breytt um miðja síðustu öld en hafði drabbast mjög niður á umliðnum árum.

Húsið í sínum rétta búningi er til mikils sóma og göumyndinni til mikillar príði.
Búðarstígur 10b fyrir miðri mynd, byggt árið 1908


föstudagur, 15. október 2021

Miðbærinn á Selfossi fullur af fólki

 

Það er föstudagskvöld og nýi miðbærinn fyllist af fólki í leit að matsölustöðum hvar sem borðpláss kann að vera í boði. Barist er um bílastæði í grenndinni sem anna hvergi fjölda fólks í leitinni að góðum matarbita og umferðaröngþveiti skapast. 

fimmtudagur, 14. október 2021

Leyndardómsfull bygging að rísa

Ekki hefur vitnast hvað mun verða í þessari byggingu sem rís hratt á á bílaplani gömlu kaupfélagssmiðjanna á Selfossi.  Jón Árni eigandi lóðarinnar hefur ekki viljað upplýsa um leyndardóminn að sögn heimamanna. Það hefur verið umræðuhópum á feacebók mikið kappsmál að upplýsist um leyndarmálið.


 

Stekkjaskóli rís í Suðurbyggð

Nýtt skólahús rís

 Fyrsti áfangi hins  nýja barnaskóla á Selfossi rís ört í Suðurbyggð sem einnig er í uppbyggingu um þessar mundir. Búið er að steypa upp kjallara og fyrstu hæð skólans. Framkvæmdum á að ljúka í ágúst 2022. Það er Ístak sem byggir. Þá er líklegt að þegar verði hafist handa  við annan áfanga. Íbúafjölgun er mikil
Útistofur við Stekkjaskóla

á Selfossi þar sem mörg hverfi hafa risið á fáum árum umhverfis gamla Selfoss þorpsins. Íbúafjölgun er nú um 10% á ári.


Nú bíða um 200 börn eftir að komast í skólann en þau eru nú í bráðabrigða kennsluúræði víða í bænum. Bráðabrigða útistofur sem áttu að taka við þessum hópi þetta skólaár og áttu að vera tilbúnar í ágúst sl á skólalóðinni en afhending þeirra hefur dregist fram úr öllu hófi og verða líklega ekki að fullu tilbúnar fyrr en í lok nóvember nk. Það er Snorri ehf sem byggir.

miðvikudagur, 13. október 2021

Framkvæmdir við Barnaskólann á Stokkseyri

Verið er að bæta umferðaröryggi við Barnaskólann á Stokkseyri og veita börnum meira öryggi á skólalóðinni með því ađ girða fyrir umferđ inn á skólalóðina. Verkið er komið vel á veg en hefur gengið hægt þar sem verktakinn hefur ekki náð að bæta við sig mannskap. Vonast er til að verkinu ljúki fyrir lok nóvember ef veður kemur ekki til međ að setja strik í reikninginn. það er PK Gröfuþjónustan á Selfossi sem annast verkið.

sunnudagur, 3. október 2021

Fornleifaupgröftur á Vesturbúðarhól

 

Horft austur yfir Vesturbúðastekkinn


Leifar elsta verslunarhússins koma í ljós.

Í sumar hefur verið unnið að uppgreftri á  Vesturbúðarhól þar sem hinar svo kölluðu Vesturbúðir stóðu framundir 1950 þegar Egill kaupfélagsstjóri á Selfossi lét rífa þær og hylja.


Grafið hefur verið frá undirsöðum elsta verslunarskálans sem var reistur í landi Skúmstaða um miðbik 18. aldar af dönsku konungsversluninni. Fyrr á öldum höfðu norðmenn reist verslunarskála undir selstöðuverslun sína og nefndust þau hús Rauðubúðir, en ekki er vitað hvar nákvæmlega þær stóðu. Sumir telja að þær hafi staðið í landi Einarshafnar þaðan sem farmenn höfðu lendingu allt frá víkingaöld en aðrir að þær hafi verið á þessum stað þar sem liggur hærra í landinu.