Skiltið sem sýnir nöfn skerja og fiskimiða |
Skamt frá Gónhól stendur þetta skilti sem lætur lítið yfir sér en geymir eitt af leyndardómum þorpsins. Nöfn skerja, lóna og fiskimiða Eyrbekkinga. Nöfn sem flestum eru gleymd í ólgusjó nútímans, jafnvel þeirra sem ólust upp í fjöruborðinu. Það er því ekki úr vegi að rifja það upp þegar gengið er sjógarðinn fram hjá Gónhól. Vigfús Markússon frá Ásgarði lét útbúa skiltið og setti niður framan við Garðshorn.