Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

laugardagur, 21. október 2023

Ljósin á Bakkanum

Það eru víða sprungnar perur í ljósastaurum á Eyrarbakka um þessar mundir og búið að vera svo um langt skeið. Það er hald manna að Sveitarfélagið Árborg sé að spara með því að endurnýja ekki sprungnar perur. Það hefur vissulega verið gefið út að Sveitarfélagið Árborg sé í alvarlegum fjárhagsvanda og leiti allra leiða til sparnaðar. Það virðist einmitt vera sú viðleitni sem hrjáir íbúanna við ströndina að Sveitarfélagið láti sparnaðinn koma einna helst þar niður. Skemmst er að minnast á ákvörðun um lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri. Hugmyndir um að loka Barnaskólanum á Eyrarbakka, bókasafninu o.sv.fr. En það eru ákveðnar skildur sem Sveitarfélaginu ber að sinna, til dæmis umferðaröryggi og þá sérstaklega þar sem gangbrautir eru og umferð barna.
Ábyrgðin er töluverð, þá ekki síst ábyrgð kjörinna fulltrúa. Þess er því beðið með eftirvæntingu að fjármagn fáist til kaupa á nýjum perum.

mánudagur, 9. október 2023

Árborg: Gul viðvörun vegna vinds⚠️

Úrhellis rigning var á Árborgarsvæðinu í dag og nokkuð um að vart yrði við leka í húsum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir morgundaginn vegna vinds.

sunnudagur, 8. október 2023

Brot úr sögunni: Kartöfluræktin á Bakkanum

Árið 1870 voru ræktaðar kartöflur í 
tveimur görðum í Einarshöfn hjá Gísla Jónssyni  og á Skúmsstöðum hjá Teiti 
Teitssyni, en Gísli er talinn vera brautryðjandi í kartöflurækt á Bakkanum. Sveinn Sveinsson í Hausthúsum er talinn ver fyrstur til þess að nýta þara sem áburð sem reyndist mjög vel. Bergsteinn Sveinsson í Brennu hóf fyrstur stórtæka kartöflurækt á 20. öld og margir  fylgdu í kjölfarið. Helstu kartöflubændur á síðari hluta 20. aldar voru Birgir í Merkisteini, Siggi Guðjóns, Dóri á Sæfelli, Reynsi Bö, Gvendur á Sandi, Ármann í Vorhúsum, Mangi í Laufási og Friðjólf á Sæbóli.

Gul viðvörun Suðurland:⚠️

Veðurstofan spáir úrhellis rigningu á mánudag og hefur gefið út gula viðvörun. 

laugardagur, 7. október 2023

Eyrarbakki: Ráðherra hyggur á nýtt fangelsi.

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir hefur ákveðið að byggja nýtt fangelsi í stað Litlahrauns sem er stærsta fangelsi landsins. Um er að ræða 7 miljarða fjárfestingu og mun byggingin rísa á landi Litlahrauns á næstu árum. Fangelsið á Litlahrauni var stofnað 1929 í byggingu sem hýsa átti sjúkrahús Suðurlands. Það hét þá Vinnuhælið Litla-Hraun, en oft í gríni nefnt 'Letigarðurinn'. Fjárrétt var þar áður er nefndist 'Fæla' og var það nafn stundum notað af heimamönnum sem höfðu vanist því. Nú er bara að finna nafn á nýja staðinn. 

Eyrarbakki: Bóstbox við sjoppuna

Fyrr á þessu ári var sett upp póstbox við verslunina Bakkinn, íbúum til hægðarauka. Það er einföld og skilvirk leið til að afgreiða pakka sem fólk getur sótt þegar því hentar. Þá fær fólk skilaboð í síman þegar pakkinn er kominn í boxið.

Selfoss: Rakaskemdir í Sunnulækjarskóla

Rakaskemdir uppgötvuðust í svokallaðri Kringlu og Múla í Sunnulækjarskóla síðasta vetur og nauðsynlegt var að fara í allmiklar lagfæringar á byggingunni. Hér má sjá hvar unnið er að því að setja nýja klæðningu á Kringlunna.

Selfoss: Viðgerðir á Ráðhúsi Árborgar

Í sumar fóru fram umfangsmiklar viðgerðir á ráðhúsinu, en viðvarandi lekavandamál voru í byggingunni síðastliðinn vetur sem stafaði af fjölda sprungna í útveggjum. Sprungurnar eru taldar hafa orsakast útfrá jarðskjálftanum 2008. Eftir viðgerð var byggingin máluð.

föstudagur, 6. október 2023

Eyrarbakki: Kirkjan bleikum ljósum prýdd.

Í tilefni af bleikum október til stuðnings kvenna með krabbamein hefur Eyrarbakkakirkja verið upplýst í bleikum ljósum. Bleiki dagurinn er svo 20. október og þá skarta þorpsbúar bleikum klæðum.

Selfoss: Vallaskóli í viđhaldi

Umtalsvert viđhald og endurbætur fóru fram á Vallaskóla í sumar. Múrviđgerđa og málunar þurfti víđa viđ og nokkrar breytingar gerđar á innra skipulagi. Einkum vegna þess ađ eldhús skólanns þjónar nú einnig leikskólum í grendinni og starfsemin sem var í Valhöll færđ inn í ađalbygginguna. Ađ verkinu komu ýmsir iđnađarmenn á svæđinu.

Selfoss: Ný leikskóladeild í Bjarkarbóli

Leikskólinn Jötunheimar opnar nýja deild í bráđabrigđa útistofum í Björkustekk. Um er ađ ræđa tvær leikskóladeildir í húsnæđi sem Jötunheimar deila međ Bjarkarbóli frístund, en húsnæđiđ var áđur bráđabrigđaskóli Stekkjaskóla. Gert er ráđ fyrir ađ tvær leikskóladeildir til viđbótar verđi opnađar í húsnæđinu fyrir næsta skólaár. Um þessar mundir er veriđ ađ hanna 6 deilda viđbyggingu viđ húsæđi Jötunheima viđ Norđurhóla og verđur hann þá fyrsti 12 deilda leikskólinn a.m.k. á Suđurlandi.

Selfoss: Kotiđ og Eldheimar flytja í Valhöll

Sveitarfélagiđ ákvađ ađ selja Glađheimalóđina viđ Tryggvagötu á Selfossi og flytja alla starfsemi sem fram fór í Glađheimhúsinu í Valhöll sem Vallaskóli hafđi til afnota áđur. Vegna þess hafa stađiđ yfir allmiklar endurbætur á húsnæđinu og lóđinni í kring. Kotiđ og Eldheimar starfa međ börnum og ungmennum í viđkvæmri stöđu.

Eyrarbakki: Nýr kastali á lóđ Brimvers

Fyrir skömmu lét leikskólinn Strandheimar endurnýja kastalann á lóđ Brimvers, en sá gamli var orđinn ónýtur af fúa. Þađ var Jóhann Helgi og co sem framkvæmdi verkiđ. Einnig stendur til ađ endurnýja leiktæki á leiksólalóđinni Æskukoti á Stokkseyri næsta vor.

fimmtudagur, 5. október 2023

Stokkseyri: Sundlaugin lokar

Sundlaug Stokkseyrar mun loka 1. November næstkomandi og verđur lokuđ til 1.mars 2024. Er þađ gert í sparnađarskyni vegna erfiđrar fjárhagsstöđu sveitarfélagsins. Tíminn verđur notađur til ađ dytta ađ ýmsu sem þarfnast viđgerđa og endurbóta. Undirskriftalistar standa nú uppi í þorpunum báđum Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem lokuninni er mótmælt. Sundlaugin er bæđi skólasundlaug og almenningssundlaug og því kemur lokunin illa viđ notendur hennar.

Selfoss: Uppbygging í Björkustekk

Björkustekkur viđ Selfoss hefur byggst hratt upp og á ađeins tveim árum er komiđ þar allstórt íbúđahverfi og ný skólabygging sem tekin var í notkun í vor og þá var strax hafist handa viđ annan áfanga skólanns og er uppsteypu um þađ bil ađ ljúka. Áætlađ er ađ annar áfangi Stekkjaskóla verđ tilbúin fyrir skólaáriđ 2024-2025.

Selfossveitur með nýtt mælakerfi

Unnið er að uppsetningu á nýju mælakerfi Selfossveitna. Það er digital kerfi sem sendir upplýsingar jafn harðan til höfuðstöðvar Selfossveitna og sparar aflestur á mæla með því móti að ekki þarf lengur að fara í hvert einasta hús til aflestrar. Til þess hefur verið komið fyrir loftnetum á nokkrum byggingum í sveitarfélaginu.

Litla leikhúsið á Selfossi

Framkvæmdir eru hafnar við leikhúsið í Sigtúni þar sem leikfélag Selfoss hefur sína aðstöðu. Inngangurinn verður endurnýjaður ásamt tröppum og rampi fyrir fatlaða. Sömuleiðis verður inngangurinn stækkaður frá því sem var til að koma fyrir salerni fyrir fatlaða. Framkvæmdin hefur fengið styrk vegna aðgengismála fatlaða. Húsið var byggt á sínum tíma fyrir Iðnskóla sem starfaði í húsinu um áratuga skeið.