Það eru víða sprungnar perur í ljósastaurum á Eyrarbakka um þessar mundir og búið að vera svo um langt skeið. Það er hald manna að Sveitarfélagið Árborg sé að spara með því að endurnýja ekki sprungnar perur. Það hefur vissulega verið gefið út að Sveitarfélagið Árborg sé í alvarlegum fjárhagsvanda og leiti allra leiða til sparnaðar. Það virðist einmitt vera sú viðleitni sem hrjáir íbúanna við ströndina að Sveitarfélagið láti sparnaðinn koma einna helst þar niður. Skemmst er að minnast á ákvörðun um lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri. Hugmyndir um að loka Barnaskólanum á Eyrarbakka, bókasafninu o.sv.fr. En það eru ákveðnar skildur sem Sveitarfélaginu ber að sinna, til dæmis umferðaröryggi og þá sérstaklega þar sem gangbrautir eru og umferð barna.
Ábyrgðin er töluverð, þá ekki síst ábyrgð kjörinna fulltrúa. Þess er því beðið með eftirvæntingu að fjármagn fáist til kaupa á nýjum perum.
Ábyrgðin er töluverð, þá ekki síst ábyrgð kjörinna fulltrúa. Þess er því beðið með eftirvæntingu að fjármagn fáist til kaupa á nýjum perum.