Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 8. október 2023

Brot úr sögunni: Kartöfluræktin á Bakkanum

Árið 1870 voru ræktaðar kartöflur í 
tveimur görðum í Einarshöfn hjá Gísla Jónssyni  og á Skúmsstöðum hjá Teiti 
Teitssyni, en Gísli er talinn vera brautryðjandi í kartöflurækt á Bakkanum. Sveinn Sveinsson í Hausthúsum er talinn ver fyrstur til þess að nýta þara sem áburð sem reyndist mjög vel. Bergsteinn Sveinsson í Brennu hóf fyrstur stórtæka kartöflurækt á 20. öld og margir  fylgdu í kjölfarið. Helstu kartöflubændur á síðari hluta 20. aldar voru Birgir í Merkisteini, Siggi Guðjóns, Dóri á Sæfelli, Reynsi Bö, Gvendur á Sandi, Ármann í Vorhúsum, Mangi í Laufási og Friðjólf á Sæbóli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli