Framkvæmdir eru hafnar við leikhúsið í Sigtúni þar sem leikfélag Selfoss hefur sína aðstöðu. Inngangurinn verður endurnýjaður ásamt tröppum og rampi fyrir fatlaða. Sömuleiðis verður inngangurinn stækkaður frá því sem var til að koma fyrir salerni fyrir fatlaða. Framkvæmdin hefur fengið styrk vegna aðgengismála fatlaða. Húsið var byggt á sínum tíma fyrir Iðnskóla sem starfaði í húsinu um áratuga skeið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli