Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir hefur ákveðið að byggja nýtt fangelsi í stað Litlahrauns sem er stærsta fangelsi landsins. Um er að ræða 7 miljarða fjárfestingu og mun byggingin rísa á landi Litlahrauns á næstu árum. Fangelsið á Litlahrauni var stofnað 1929 í byggingu sem hýsa átti sjúkrahús Suðurlands. Það hét þá Vinnuhælið Litla-Hraun, en oft í gríni nefnt 'Letigarðurinn'. Fjárrétt var þar áður er nefndist 'Fæla' og var það nafn stundum notað af heimamönnum sem höfðu vanist því. Nú er bara að finna nafn á nýja staðinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli