Veðrið á Bakkanum
sunnudagur, 3. desember 2023
Kveikt á jólatrénu á Eyrarbakka
föstudagur, 10. nóvember 2023
Eyrarbakki: Jörð titrar og skelfur
þriðjudagur, 7. nóvember 2023
Skrímsli sást á Eyrarbakka-Brot úr sögunni
sunnudagur, 5. nóvember 2023
Brot úr sögunni- Nolsoy slysið.
laugardagur, 4. nóvember 2023
Konurnar á Eyrarbakka
Iðkar brimbretti í Þorlákshöfn og siglir heimsálfa á milli - RÚV.is
laugardagur, 21. október 2023
Ljósin á Bakkanum
Ábyrgðin er töluverð, þá ekki síst ábyrgð kjörinna fulltrúa. Þess er því beðið með eftirvæntingu að fjármagn fáist til kaupa á nýjum perum.
fimmtudagur, 12. október 2023
Bílvelta á Eyrarbakkavegi
mánudagur, 9. október 2023
Árborg: Gul viðvörun vegna vinds⚠️
sunnudagur, 8. október 2023
Brot úr sögunni: Kartöfluræktin á Bakkanum
Gul viðvörun Suðurland:⚠️
laugardagur, 7. október 2023
Eyrarbakki: Ráðherra hyggur á nýtt fangelsi.
Eyrarbakki: Bóstbox við sjoppuna
Selfoss: Rakaskemdir í Sunnulækjarskóla
Selfoss: Viðgerðir á Ráðhúsi Árborgar
föstudagur, 6. október 2023
Eyrarbakki: Kirkjan bleikum ljósum prýdd.
Selfoss: Vallaskóli í viđhaldi
Selfoss: Ný leikskóladeild í Bjarkarbóli
Selfoss: Kotiđ og Eldheimar flytja í Valhöll
Eyrarbakki: Nýr kastali á lóđ Brimvers
fimmtudagur, 5. október 2023
Stokkseyri: Sundlaugin lokar
Selfoss: Uppbygging í Björkustekk
Selfossveitur með nýtt mælakerfi
Litla leikhúsið á Selfossi
þriðjudagur, 19. september 2023
Endurbætur á tjaldsvæðinu
föstudagur, 15. september 2023
LEIKFÉLAG EYRARBAKKA ENDURVAKIÐ
Leikfélag Eyrarbakka var stofnað 1943 og núna nýverið tók hópur sig saman um að endurvekja félagið af löngum dvala. Það voru þær Hera Fjord, Hulda Ólafsdóttir og Sella Páls sem boðuðu til stofnfundar í Alpan húsinu, sal Byggðasafns Árnesinga þann 22. ágúst síðastliðinn. Félagið hefur síðan haldið leiklistarnámskeið fyrir áhugasama.
þriðjudagur, 1. ágúst 2023
Fjallasperringur
Einhverju sinni hafði óþurkatíð gengið um lágsveitir sunnanlands og kom þaðan einn bóndi út á Bakka með ull sína sem ekki var sem þurrust. Nielsen gamli hjá Lefolii verslun kemur þar að og skoðar ullina,vegur hana og metur en líst ekki nógu vel á. Hann segir því við bónda " Hver í helvide, kan du ikke thurka dína ull í fjallasperr sem Olaf í Selslæk?"
"Fjallasperringur" hét algengt veðurfyrirbæri í uppsveitum Rángárvalla, Á vorum og sumrum, fram til haustnátta, mynda austanvindarnir, fyrir atbeina jöklanna, ýmist stórfellt regn eða helliskúrir, sem steypast vestur yfir allt Suðurlandsundirlendið að norðanverðu, en ná þó sjaldnast ofar en upp á Rangárvöllum, á móts við Tindafjallajökul. Norður af Heklu er þá aftur á móti norðlægari vindstaða, ýmist með þeyvindum eða þræsum á vorum, þurrviðrum á sumrum og frostum á vetrum. Önnur fyrirbæri af sama toga nefnist "Hornriði" þ.e. sterkviðrisstrengurinn og dembuskúrirnar, niður við sjávarströndina. Því var nefnt í tengslum við sjólagið, "hornriðaalda", "hornriðabrim", og "hornriðasjór".í illmúruðum hornriða og harðindatíð á vetrum renna afarháar kviköldur og hvítfyssandi fallsjóir undan sterkviðrinu á vesturleið til djúpanna og valda ógurlegu brimi við suðurströnd landsins, einkum í Eyrarbakkabugðunni. Eru kvikur þessar nefndar harðindakvikur, enda jafnan fyrirboði mestu illtýruharðinda, og brimið, sem undan þeim rennur, er kallað hornriðasjór eða harðinda-brim. "Austantórur" þ.e. austan skúraveður en þó bjart yfir austurfjöllum.
Brim.123.is/Austantórur
laugardagur, 24. júní 2023
Hin árlega Jónsmessa haldin hátíðleg á Eyrarbakka
fimmtudagur, 1. júní 2023
Þangbrennslan
Einhver talaði um að af þessu væri fýla, en rétt nef gæti e.t.v. fundist það vera peningalykt.
Á Eyrarbakkafjöru vex mikið þang sem kann að vera vannýtt auðlind. Fyrr á öldum var þangið nýtt til sauðfjárbeitar, en einnig var það þurkað og brent til upphitunar í hallæri þegar erfitt var um kol eða mó. Hin síðari ár hefur þangið verið að nokkru nýtt sem áburður á kartöflugarða, en nú eru kartöflubændur aðeins örfáir eftir á Bakkanum og því rotnar þangið í fjörunni engum til gagns.
Árið 1853 var þangbrensluverksmiðja á Eyrarbakka og stóð hún þar sem nú stendur húsið Brenna, en það dregur einmitt nafn sitt af þangbrensluni. Úr þangöskunni var unnið joð og Glaubersalt (Sodium sulfate) sem þótti sérlega heilsusamlegt og voru bæði þessi efni notuð til lyfjagerðar og gáfust vel sem heinsandi efni. Árið 1854 var búið að framleiða eitt og hálft tonn af Glaubersalti sem flutt var til evrópu en einnig var Glaubersaltið selt hér innanlands og notað til lækninga bæði á dýrum og mönnum og var pundið selt á 32 skildinga.
Dr. J. Hjaltalín stóð að þessu fyrirtæki og skrifaði hann ágæta grein í Þjóðólf 1854 um þangbrensluna á Eyrarbakka og það gagn sem af þessari auðlind má hafa. Þangbrensla var fyrst stunduð í verulegum mæli frá 1730-1830 á Bretlandseyjum, einkum Orkneyjum og Hjaltlanseyjum. Afurðirnar af þangbrensluni voru í fyrstu Lútarsalt (Natríum) til sápuframleiðslu, glersmíði og lyfjagerðar og lifðu af þessari framleiðslu um 80 þúsund manns í Bretlandi.
Um aldamótin 1800 ætlaði Skoti nokkur Mc Auly að nafni að kenna Íslendingum þessa framleiðslu en ríkistjórn Íslands í Kaupmannahöfn stóð í vegi fyrir því og mistu því Íslendingar af lestinni, en talið var að hagnaðurinn gæti numið tveim tunnum gulls á ári.
Árið 1807 lofaði ríkisstjórnin nokkrum áhugamönnum um þangbrenslu að gera tilraun með hana hér á landi og kom í því skyni hingað til lands danskur sápugerðarmaður nokkur Morten Reidt að nafni og brendi þang í Skildinganesi um mánaðar tíma og var sú framleiðsla um eitt tonn af þangösku sem úr mátti vinna Glaubersalt til sápu gerðar (Talsvert notað í sjampo). Ekkert var þó úr að raunveruleg framleiðsla hæfist hér á landi og fékk þangið að rotna í fjöruborðinu engum til gagns.
Árið 1830 fundu Frakkar aðferð til að vinna Natron beint úr sjávarsalti þá lækkaði verðið og framleiðslan úr þanginu varð því ekki eins arðbær og að lokum var framleiðslunni víða hætt í þessum tilgangi. En þá hafði efnafræðingur nokkur fundið aðferð til að vinna efni sem hann kallaði Joð úr þangöskunni sem mátti nota til lækninga. Þangtegundir eru þó misríkar af joði en þangið á Eyrarbakka virtist lofa góðu um Joð framleiðslu auk Glaubersaltsins (neft eftir Johann Rudolf Glauber) sem úr mátti gera góða heilsulind með því að blanda það hveravatni. Dæmi um þannig heilsulind er heilsubrunnurinn í Karlsbad í Þýskalandi.
Eina þangbrensla landsins í dag er þörungaverksmiðjan í Karlsey á Reykhólum þar sem framleitt er þangmjöl en úr því má vinna efni sem kallast alignöt og ensím til ýmiskonar efnaiðnaðar. Árið 1939 til 1941 var unnið að þangmjölframleiðslu í Hveragerði þar sem var notast við hverahita til fraleiðslunar eins og nú er gert á Reykhólum. Árið 1959 var svo gerð tilraun með þangmjölsframleiðslu í svokallaðri beinamjölsverksmiðju sem Eyrbekkingar og Stokkseyringar áttu og stendur á milli þorpana en sú verksmiðja er í dag auð og tóm.
Brim.123.is
mánudagur, 1. maí 2023
Viðtal við Sigurð Óla í Höfn
Sigurður Óli Ólafsson frá Eyrarbakka rak verslunina Höfn á Selfossi um árabil og þekkir vel til verslunarsögu þorpanna í Flóanum. Árni Johnsen tók viðtal við Sigurð fyrir Morgunblaðið - 03. ágúst 1985
laugardagur, 29. apríl 2023
Gamla skólastofan á förum
Gamla skólastofan á Eyrarbakka verður fjarlægð á næstu dögum. Hlutverki hennar sem kennsluhúsnæði lauk á síðasta ári eftir að mygla greindist í húsnæði skólans.
Árið 1973 í kjölfar Vestmannaeyja gosins fjölgaði börnum í Barnaskólanum á Eyrarbakka þegar um 10 - 12 fjölskyldur settust þar að, sum tímabundið en önnur varanlega. Viðlagasjóður útvegaði færanlega skólastofu sem stóð fyrst norðan við skólabygginguna en var svo flutt suður fyrir þegar skólahúsið var stækkað seint á 8.áratugnum. Skólastofan hefur verið í notkun allt þar til á síðasta ári. Eftir að hafið var að byggja nýju skólastofurnar ákvað sveitarfélagið að selja þessa gömlu skólastofu sem fær nýtt hlutverk vestur í Stykkishólmi og mun þjóna landbúnaðarstarfsemi þar um slóðir.
Heimild: Brim.123.is
mánudagur, 24. apríl 2023
Eyrbekkingar kvaddir 2022
Elín Sigurgeirsdóttir (Ella) í Björgvin. 100 ára. Ættuð frá Hreiðurborg í Flóa.
Kjartan Ingi Sveinsson 47 ára. Hann varð bráðkvaddur á sjúkrahúsi Selfossi. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon (Denni) og Rannveig Sverrisdóttir. Denni lést á sjúkrahúsi Selfossi 2006
Óskar Gústaf Ingjaldur Ólafsson 39 ára. Hann lést af krabbameini á sjúkrahúsi Selfossi.
Ragnheiður Telma Björnsdóttir 49 ára. Hún lést á ferðalagi í Portúgal. Ragnheiður var ættuð úr Hafnarfirði.
Siggeir (Geiri) Ingólfsson 69 ára. Geiri var Eybekkingum að góðu kunnur fyrir margskonar félagsstörf. Einn af stofnendum Skógræktarfélags Eyrarbakka, Staðarhaldari á Stað og margt fleira tók hann sér fyrir hendur í þágu þorpsins. Geiri var ættaður frá Seli á Stokkseyri. Hann lést á heilbrigðisstofnun Vesturlands, enn hann var þá fluttur vestur. Geiri hafði lengi glímt við krabbamein. Hann var giftur Regínu Guðjónsdóttir fra Steinsbæ sem lést á sjúkrahúsi Selfossi 2014.
þriðjudagur, 18. apríl 2023
Uppsagnir hjá Sveitarfélaginu Árborg
Í dag var 57 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg vegna fjárhagsvanda sem sveitarfélagið hefur ratað í vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingu innviða á síðustu árum. Skuldir sveitarfélagsins eru miklar og uppsagnirnar einn liður í þeirri viðleitni að rétta við fjárhaginn, ásamt sölu eigna og lóða.
miðvikudagur, 12. apríl 2023
Sveitarfélagið Árborg í fjárhagsvanda
Sveitarfélagið Árborg skuldar 28 miljarða í kjölfar fordæmalausrar fjölgunar íbúa á undanförnum árum og uppbyggingu innviða sem því fylgir. Þetta kom fram í fréttum RUV í gær. Boðað hefur verið til íbúafundar í dag vegna stöðunar sem komin er upp hjá Sveitarfélaginu. Búist er við miklum hagræðingaraðgerðum á næstu misserum.