Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

föstudagur, 31. desember 2021

Eyrbekkingar kvaddir 2021

 Guðfinna Sveinsdóttir á Garðafelli 92 ára. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 1928. Maður hennar var Sigurður Eiríksson bifreiðastjóri .  

Halldóra Jónsdóttir 85 ára.

Ragnheiður Þórarinsdóttir 65 ára. Eftirlifandi maður hennar er Þórarinn Th Ólafsson stýrimaður. 

miðvikudagur, 8. desember 2021

Gufubaðið fær andlitslyftingu

Gufubaðið við Sundhöll Selfoss var lagfært fyrir skemmstu, nýjum glerfronti komið fyrir og allt málað að innan. Fyrir tveim árum voru sturtur endurnýjaðar og flísalagðar. 

þriðjudagur, 7. desember 2021

Íbúar kynda upp með rafmagnsblásurum

 


Enn einu sinni hefur stofnlögn Selfossveitna sem þjónar íbúunum við ströndina rofnað og enn einu sinni gerist það um miðjan vetur þegar síst skildi skorta heita vatnið. Undan farin ár hefur þetta síendurtekið komið fyrir á versta tíma fyrir íbúa strandþorpanna.


Leiðslan sem lögð var fyrir 40 árum er orðin afskaplega lúin og marg bætt. Það er á ábyrgð pólitískt kjörna fulltrúa að fara í það lítilræði að endurnýja lögnina í heild sinni. Það ætti varla að standa í þeim sem hafa staðið í stórræðum framkvæmdum í efri byggðum sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili, svo hér hlýtur einungis að skorta viljan fyrir verkið.


Heitavatnslaust við ströndina

Stofnlögn bilaði við Eyrarveg á Selfossi í gærkvöldi og er unnið að viðgerð. Búist er við að heitt vatn komist aftur á um kl.16

þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Jólagarður á Eyrarbakka

Nú eru bæjarstarfsmenn að undirbúa jólagarðinn sem verður við Húsið um þessi jól. Þar gefst Sunnlensku handverksfólki tækifæri til að kynna og selja vörur sínar. Það fer vel á því að sölubásar jólanna séu við hlið hinna merku kaupmannshúsa þar sem jólatréð var í fyrsta sinn í stofu sett hér á landi.

Jólatréð á Bakkanum lýsir upp skammdegið

Nú er orðið jólalegt á Bakkanum eftir snjókoma síðustu nótt og jólaljósin njóta sín til fulls. Íbúar hafa verið duglegir að hengja upp jólaseríur á húsin sín undanfarna daga svo þorpið er allt uppljómað í alskonar jólaljósum. Víst er að jólunum verður vel fagnað hér við ströndina.

mánudagur, 8. nóvember 2021

Jólaundirbúningurinn á Bakkanum

Bæjarstarfsmenn í óðaönn að setja upp jólaskreytingar við ströndina. 

---------- Forwarded message ---------
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: mán., 8. nóv. 2021, 3:44 e.h.
Subject: Jólaundirbúningurinn á Bakkanum
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>


fimmtudagur, 4. nóvember 2021

Bruni við skátaheimilið Glaðheima

Sorpgeymsluskúr brann við Glaðheima að morgni sunnudags um liðna helgi. Líklegt er talið að um íkveikju væri að ræða. Áfast við sorpgeymsluna var skúr sem hafði að geyma ýmsan búnað frá skátunum á Selfossi en eldurinn náði ekki þangað inn. Brunavarnir Árnessýslu réðu niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru í rannsókn hjá lögreglu. 


---------- Forwarded message ---------
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: fim., 4. nóv. 2021, 21:28
Subject: Glađheimar
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>


þriðjudagur, 2. nóvember 2021

Viðaldskostnaður fer vaxandi

 
Kostnaður við viðhald húsa er að aukast hröðum skrefum um þessar mundir og á heimsfaraldurinn stóran þátt í því. Olíuverð er á hraðri uppleið og eykur fluttnings og vinnslukostnað á hráefni til framleiðslu á byggingaefni. Þá er viðvarandi skortur og langur afgreiðslutími á aðföngum til byggingaiðnaðarins. Einig er sementskortur í landinu svo erfitt er að verða sér út um steypu. Erfiðleikar á fluttningsmarkaði í Evrópu og Ameríku eykur enn á vandann. Timbur hefur einnig hækkað mikið sökum mikilla skógarelda víða um heim og verndunar skóga til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir þetta eru næg verkefni fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem hefur verið í hraðri uppbyggingu á íbúðum og innviðum að undanförnu.

miðvikudagur, 27. október 2021

Hin fornu fiskimið á Eyrarbakka

Skiltið sem sýnir nöfn skerja og fiskimiða 

 Skamt frá Gónhól stendur þetta skilti sem lætur lítið yfir sér en geymir eitt af leyndardómum þorpsins. Nöfn skerja, lóna og fiskimiða Eyrbekkinga. Nöfn sem flestum eru gleymd í ólgusjó nútímans, jafnvel þeirra sem ólust upp í fjöruborðinu. Það er því ekki úr vegi að rifja það upp þegar gengið er sjógarðinn fram hjá Gónhól. Vigfús Markússon frá Ásgarði lét útbúa skiltið og setti niður framan við Garðshorn.


þriðjudagur, 26. október 2021

Eyrabakkakirkja í nýjum klæðum

 


Eyrabakkakirkja var byggð árið 1890 og síðan þá hefur af og til verið gerðar á henni endurbætur. Upphaflega var hún timburklædd. Á fimmtugustu ártíð síðustu aldar bar hún bárujárnsklæðningu og síðan aftur timburklædd á sjötugustu ártíð síðustu aldar og ekki alls fyrir löngu fékk hún bárujárn á nýjan leik. Einnig eru komnar nýjar klukkur á báðar turnhliðar.


Skrúðhús var byggt 1962 og árið 1990 var kirkjan friður.

mánudagur, 25. október 2021

Búðarstígur 10b í upprunalegt horf

Um þessar mundir er verið að gera upp Búðarstíg 10 b á Eyrarbakka og er húsið óðum að taka á sig upprunalega mynd. Í þessu húsi bjó lengst af Jón Valgeir Ólafsson og fjölskylda. Húsið var mikið breytt um miðja síðustu öld en hafði drabbast mjög niður á umliðnum árum.

Húsið í sínum rétta búningi er til mikils sóma og göumyndinni til mikillar príði.
Búðarstígur 10b fyrir miðri mynd, byggt árið 1908


föstudagur, 15. október 2021

Miðbærinn á Selfossi fullur af fólki

 

Það er föstudagskvöld og nýi miðbærinn fyllist af fólki í leit að matsölustöðum hvar sem borðpláss kann að vera í boði. Barist er um bílastæði í grenndinni sem anna hvergi fjölda fólks í leitinni að góðum matarbita og umferðaröngþveiti skapast. 

fimmtudagur, 14. október 2021

Leyndardómsfull bygging að rísa

Ekki hefur vitnast hvað mun verða í þessari byggingu sem rís hratt á á bílaplani gömlu kaupfélagssmiðjanna á Selfossi.  Jón Árni eigandi lóðarinnar hefur ekki viljað upplýsa um leyndardóminn að sögn heimamanna. Það hefur verið umræðuhópum á feacebók mikið kappsmál að upplýsist um leyndarmálið.


 

Stekkjaskóli rís í Suðurbyggð

Nýtt skólahús rís

 Fyrsti áfangi hins  nýja barnaskóla á Selfossi rís ört í Suðurbyggð sem einnig er í uppbyggingu um þessar mundir. Búið er að steypa upp kjallara og fyrstu hæð skólans. Framkvæmdum á að ljúka í ágúst 2022. Það er Ístak sem byggir. Þá er líklegt að þegar verði hafist handa  við annan áfanga. Íbúafjölgun er mikil
Útistofur við Stekkjaskóla

á Selfossi þar sem mörg hverfi hafa risið á fáum árum umhverfis gamla Selfoss þorpsins. Íbúafjölgun er nú um 10% á ári.


Nú bíða um 200 börn eftir að komast í skólann en þau eru nú í bráðabrigða kennsluúræði víða í bænum. Bráðabrigða útistofur sem áttu að taka við þessum hópi þetta skólaár og áttu að vera tilbúnar í ágúst sl á skólalóðinni en afhending þeirra hefur dregist fram úr öllu hófi og verða líklega ekki að fullu tilbúnar fyrr en í lok nóvember nk. Það er Snorri ehf sem byggir.

miðvikudagur, 13. október 2021

Framkvæmdir við Barnaskólann á Stokkseyri

Verið er að bæta umferðaröryggi við Barnaskólann á Stokkseyri og veita börnum meira öryggi á skólalóðinni með því ađ girða fyrir umferđ inn á skólalóðina. Verkið er komið vel á veg en hefur gengið hægt þar sem verktakinn hefur ekki náð að bæta við sig mannskap. Vonast er til að verkinu ljúki fyrir lok nóvember ef veður kemur ekki til međ að setja strik í reikninginn. það er PK Gröfuþjónustan á Selfossi sem annast verkið.

sunnudagur, 3. október 2021

Fornleifaupgröftur á Vesturbúðarhól

 

Horft austur yfir Vesturbúðastekkinn


Leifar elsta verslunarhússins koma í ljós.

Í sumar hefur verið unnið að uppgreftri á  Vesturbúðarhól þar sem hinar svo kölluðu Vesturbúðir stóðu framundir 1950 þegar Egill kaupfélagsstjóri á Selfossi lét rífa þær og hylja.


Grafið hefur verið frá undirsöðum elsta verslunarskálans sem var reistur í landi Skúmstaða um miðbik 18. aldar af dönsku konungsversluninni. Fyrr á öldum höfðu norðmenn reist verslunarskála undir selstöðuverslun sína og nefndust þau hús Rauðubúðir, en ekki er vitað hvar nákvæmlega þær stóðu. Sumir telja að þær hafi staðið í landi Einarshafnar þaðan sem farmenn höfðu lendingu allt frá víkingaöld en aðrir að þær hafi verið á þessum stað þar sem liggur hærra í landinu.

fimmtudagur, 30. september 2021

Ný Íþróttahöll senn tekin í notkun


Iðnaðarmenn að störfum
Nú líður að því að nýja íþróttahöllinn í Árborg verði tekin í notkun og má búast við að einhver starfsemi hefjist þar strax í næstu viku. Fjölnýtihúsið er stórkostleg bylting fyrir allt íþróttastarf í sveitarfélaginu þar sem hægt verður að stunda æfingar af ýmsu tagi allt árið um kring og er víst að það mun efla knattspyrnuíþróttina sér í lagi.
Það sem kann að varpa skugga á  þessi tímamót er hin illræmda útilokunarmenning sem tröllríður íþróttaheiminum um þessar mundir og ekki síst íslenska lansliðinu í knattspyrnu. 

laugardagur, 11. september 2021

Gođheimar, nýr leikskóli tekur til starfa í Árborg.

 

Nýr 6 deilda leikskóli var nýveriđ tekin í notkun á Selfossi sem hefur hlotiđ nafniđ Gođheimar. Fyrsta skófluxtungan var tekin 19. Desember 2019 og hefur verkiđ gengiđ ađ óskum. Byggingafélagiđ Eykt sá um verklegar framkvæmdir. Leikskólastjóri er Sigríđur Birna Birgisdóttir, en hún er sem kunnugt er fædd og uppalin á Bakkanum. 

Loftgæđi í Árborg

 Nýveriđ setti umhverfistofnun upp loftgæđamælir á Selfossi til ađ mæla ýmis gös frá eldstöđinni í Geldingadölum sem berast til austurs, en einnig er mæld svifryksmengun.

Hægt er ađ sjá mæliniđurstöđur í rauntíma á www.loftgaedi.is  

Banaslys á Eyrarbakka

 Mađur lést þegar hann varđ udir steyptum vegg sem veriđ var ađ saga niđur á húsi viđ Búđarstíg þann 24. águst sl. Unniđ var ađ færa húsiđ í upprunanlegt horf og fjarlægja steptan gafl sem féll niđur í heilu lagi og ofan á mann sem vann viđ verkiđ. Hann hét Sigurđur Magnússon fæddur áriđ 1955 og búsettur á Selfossi. Hann lætur eftir sig eginkonu og fjögur börn.

Búðarstígur 


miðvikudagur, 1. september 2021

Leikskólinn Álfheimar fær upplyftingu

Verið er að vinna við endurnýjun gangstéttar fyrir framan leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Nýverið var lokið við viðbyggingu sem hýsir starfsmannaaðstöðu og í leiðinni var eldhúsið stækkað og endurnýjað.





föstudagur, 30. júlí 2021

Tjaldstæðið á Stokkseyri

 

Skjólveggur hefur verið settur upp við aðstöðuhúsin á tjaldsvæðinu sem er til mikilla bóta fyrir tjaldgesti. Sumarið var óvenju vindasamt og sólarlítið en vonandi verður það bara betra næst.

fimmtudagur, 22. júlí 2021

Nýtt reiðhjólastæði í byggingu við Sunnulækjarskóla

 

PK Gröfuþjónustan við undirbyggingu nýja reiðhjólastæðisins við Sunnulækjarskóla sem mun rúma 80 hjól ásamt gróðurbeðum. 

mánudagur, 19. júlí 2021

Endurbætur í leikskólanum Brimveri

 

Endurbætur eru hafnar við leikskólann Brimver á Eyrarbakka. Til stendur að bæta starfsmanna og salernisaðstöðu með nýrri viðbyggingu sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin sumarið 2022.

sunnudagur, 9. maí 2021

Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

Sýningin stendur til maíloka. Opið verður kl. 14 - 17 um páskana frá 27. mars til 5. apríl. Sýningin verður einnig opin á menningarhátíðinni Vor í Árborg dagana 22. til 25. apríl.
Í maí verður opið kl. 14 - 17, laugardaga og sunnudaga. Utan þessara tíma verður hægt að skoða safnið og sýninguna eftir samkomulagi.  

Sýningin er haldin í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.

https://www.arborg.is/vidburdadagatal/eyrarbakkaljosmyndir-sigurdar-kaupmanns

Fjaran á náttúruminjaskrá



Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða, fugla og sela. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Ölfusforir-Ölfusárós, sem tilnefnt er vegna vistgerða á landi.

https://www.ni.is/greinar/su-stokkseyri-eyrarbakki

Nýtt hjúkrunarheimili byggt í Árborg

 Hjúkrunarheimilið mun rísa við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, nærri bökkum Ölfusár. Byggingin verður rúmlega 4.000 fermetrar, hringlaga á tveimur hæðum með stórum og skjólgóðum garði í miðjunni.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/25/Bygging-60-ryma-hjukrunarheimilis-i-Arborg-hafin/

Stekkjaskóli skal hann heita

 Fyrir nokkru síðan var haldin nafnasamkeppni um nýjan grunnskóla sem opnaður verður í haust á Selfossi. Alls bárust 33 tillögur og voru tveir sem áttu vinningstillöguna

https://www.sunnlenska.is/frettir/vidurkenning-fyrir-nafn-a-nyjum-grunnskola/

Sjóminjasafnið og Farsæll

Það mun hafa verið árið 1962 þegar Sigurður Guðjónsson á Litlu-Háeyri byrjaði að sinna safnamálum á Eyrarbakka við litla hrifningu hreppsnefndarmanna.

Brim á Bakkanum

Fjörustígur

Búið er að leggja göngu- og hjólastíg með fjörunni milli Stokkseyri og Eyrarbakka. Efnt var til samkeppni um nafn á stíginn og varð nafnið Fjörustígur hlutskarpastur.
https://www.lhm.is/frettir-af-netinu/islenskt/1293-fjorustigur-stokkseyri-eyrarbakka

Húsfriðunarsjóður úthlutar

 https://eyrarbakki.is/blog/ 

Byggðasafnið í Alpanhúsið

 Í vor flutti Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.

https://www.bbl.is/frettir/byggdasafn-arnesinga-flytur-i-nytt-husnaedi

Sæbýli - grænt bókhald

 Sæbýli ehf hefur leyfi fyrir land- og kvíaeldi, allt að 200 tonnum við Eyrarbakka.

https://ust.is/atvinnulif/mengandi-starfsemi/starfsleyfi/eldi-sjavar-og-ferskvatnslifvera/saebyli-ehf.-eyrarbakka/


Eyri varðveitt

Í desember 2020 var gengið frá kaupum ríkissjóðs á Eyri við Eyrargötu 39 A á Eyrarbakka ásamt innbúi öllu til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. 
https://www.thjodminjasafn.is/stofnunin/um-safnid/frettir/2021/04/09/eyri-a-eyrarbakka-tekid-til-vardveilsu-i-husasafni-thjodminjasafns-islands 

Eldsmiður á Eyrarbakka

Birkir hefur nýlega komið sér upp dálítilli eldsmiðju við Mundakot og þar knýr hann afl sinn.....

https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2021/04/14/Eldsmidur-a-Eyrarbakka/


Skólabörn í sóttkví

Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri var skipað í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19 

RUV greindi frá.

fimmtudagur, 11. mars 2021

Covid smit á Sólvöllum, þrjú dauðsföll.

Í vetur kom upp kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og létust þrír aldraðir einstaklingar.  Samtals hafa 29 manns dáð af sjúkdómnum á Íslandi.  Erfiðlega hefur gengið að fá bóluefni og eru aðeins um 33.289 búnir að fá bólusetningu.

sunnudagur, 7. mars 2021

The fishingboat Halikon has sunk.

The fishing boat Halikon sank near land at Siglufjörður on 13 August 1929. The boat from Eyrarbakki had collided with sea ice in Húnaflói and was damaged.  The crew did not complain.  The boat was bought to Eyrarbakki in 1918, and the owners were Vilbergur Jóhannsson, Helgafell and Jóhann V Daníelsson.

The fishing boat Olga is stranded

On May 15, 1929, the motorboat "Olga" from Eyrarbakki ran aground at Þorlákshöfn. The crew, 2 in number, escaped unharmed, but the boat was destroyed.  This boat was bought from the Westman Islands in 1919. It was Páll Guðmundsson, Sandvík, Torfi Sigurðsson, Einarshöfn, and Ingvar Guðmundsson in Grimsstaðir who owned the boat.

laugardagur, 6. mars 2021

The sailing ship EOS in trouble.

Crews rescued aboard the trawler Mary A. Johnson.


 In January 1920, an unmanned ship drifted in front of the breakwater at Eyrarbakki and broke into pieces.  It was the bark ship "EOS" from Hafnafjörður and the crew had left the ship shortly before.  
 ----The story:
The ship left Hafnarfjörður on January 19 and was intended to sail to Sweden.  The motor ship "Venus" pulled it out of port and released it about two hours later. The bark ship then safely reached Reykjanes. But on the eve of January 21st at 2 o'clock there was so much stormy weather that nothing could be done. They then lost control of the ship and  It seemed at that time that the ship was in great danger. Then the sails began to tear, one by one, and the poles broke.  It turned out that a considerable amount of seawater had entered it, so the sailors tried to pump, but the pumps were out of order, and the most reliable wind pump had broken in the weather, so it was not possible to repair it.  There were more breakdowns in the search, and as no action was being taken to repair all that had broken down in the open sea, the ship set sail when it was taken control of the ship and headed east, because the Westman Islands were now the only harbor that  was able to reach.

 In a publication in the middle of the morning, they saw the Westman Islands in action and the weather began to slow down.  They set up all the sails they could and steered to the island, but in the afternoon it was balmy and they were close to N.V.  of the Westman Islands.  But soon it began to hiss from the southeast and was then blown away.  Towards evening they tried to draw attention to themselves with emergency signals (torches), but no one noticed.  At  8 a southeasterly wind came and they sailed away ‚[on a lens west with land], but soon the weather hardened so much that the sails that were left went into rags and this weather was followed by tide, thunder and lightning.  One lightning strike hit the ship near the captain and two others, but none of them were seriously injured, and can be called remarkable.

 Suddenly it fell into a calm for a while, but then began to hiss from the southwest.  The ship was then held up to the wind.  At  3 During the night a storm came from the south, and drove the ship ashore, and were then given emergency signals in the latter part of the night.  At  At 6 o'clock in the morning, the English bottom trawler Mary A. Johnson (Captain Nielsen) came to their aid and followed them until it was light.  He did not trust himself to tow the ship to port, but offered to go to the Westman Islands and try to reach a rescue squad, but because the ship was so close to land, he saw that there was no time for it and he wanted the crew  leaving "Eos".  Then there was no other plan and he put out a lifeboat for them, (because the lifeboat "Eos" had been damaged), and all the crew of "Eos" got into it.  It was not easy, however, because the sea was great, but the English poured oil into the sea and made every effort to help as best they could.  Some of the crew managed to take some of their clothes with them, while others lost everything they had with them.  This will have been around noon on Thursday and code to the damaged ship was then waiting to be inspected if anything could be done to save it, but at about  4, the ship had reached the breakwater, and the crew was then taken to Reykjavík.  The captain of "Eos" was Davíð Gíslason.  "Eos" was 456 tons in size (net). The owners of h.f. Eos were Jóhannes Reykdal, Guðm. Kr. Guðmundsson, Lárus Fjeldsted and Ásmundur in Hábær.


 Source: Ægir 1920. Austurland 1920. Alþ.bl.1920.  http://brim.123.is/

þriðjudagur, 2. mars 2021

Eyrarbakki brewery Bakkøl 1927

In 1927, a man named Sigurd Thorarinson attempted to establish a brewery in the village of Eyrarbakki Iceland.  Most of what was needed was supplies, tools and equipment, bottles and labels.  Bad luck was with us, because Sigurd was also a fisherman and unfortunately his boat went missing.  If this had been successful, it would have been the first brewery in Iceland.